Barry Nelson, sem varð fyrstur leikara til að leika njósnarann James Bond, er látinn, 89 ára að aldri. Nelson lék Bond í klukkutíma langri bandarískri sjónvarpsmynd eftir bókinni Casino Royale árið 1954.
Nelson lék í nokkrum kvikmyndum eftir síðari heimsstyrjöld og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar lék hann í mörgum kunnum leikritum á Broadway.
Hann lék í kvikmyndum á borð við Airport og The Shining og kom einnig fram í sjónvarpsþáttum á borð við Morðgátu, Dallas og Magnum PI.