Talullah Willis skiptir um nafn

Bruce Willis styður dóttur sína í nafnabreytingunni.
Bruce Willis styður dóttur sína í nafnabreytingunni. Reuters

Talullah, dóttir leikaranna Bruce Willis og Demi Moore hefur ákveðið að breyta nafninu sínu í þjóðskrá, ástæðan er sú að henni hefur aldrei líkað nafnið sem foreldrar hennar gáfu henni. Faðir hennar tilkynnti nafnabreytingu dóttur sinnar á The Late Show With David Letterman.

Á fréttavef Yahoo kemur fram að Talullah sem er þrettán ára vilji framvegis heita Lula. Bruce Willis sagðist samþykkja nafnabreytinguna og hafði lofað dóttur sinni að tilkynna þetta í sjónvarpsþætti með mikið áhorf.

Sjálfur sagðist hann ekki hafa kunnað vel við sitt eigið nafn þegar hann var yngri, sérstaklega ekki eftir að faðir hans sagði honum að hann héti í höfuðið á teiknimyndahetjunni Bruce Wayne sem einnig er þekktur sem Leðurblökumaðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen