Verkmenntaskólinn á Akureyri vann Söngkeppni framhaldsskólanna

Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur Deep Purple-lagið Perfect Stranger, eða Framtíð …
Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur Deep Purple-lagið Perfect Stranger, eða Framtíð bíður. mbl.is/Skapti

Eyþór Ingi Gunnlaugsson, fulltrú Verkmenntaskólans á Akureyri, varð hlutskarpastur í Söngkeppni framhaldsskólanna, sem fór fram á Akureyri í kvöld og var sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Helena Eyjólfsdóttir, sem var formaður dómnefndar keppninnar, sagði að dómnefndarmenn hefðu verið nokkuð sammála um þessa niðurstöðu.

Fjölbrautaskólinn Ármúla varð í 2. sæti en fulltrúar hans voru systkinin Arnar Friðriksson og Ingunn Friðriksdóttir. Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð í þriðja sæti en fyrir þann skóla söng Nanna Bryndís Hilmarsdóttir frumsamið lag. Þá varð Menntaskólinn við Hamrahlíð hlutskarpastur í SMS kosningu sjónvarpsáhorfenda um bestu sviðsframkomuna en fulltrúi skólans var söngflokkurinn Friends 4 life.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar