Eyþór Ingi Gunnlaugsson, fulltrú Verkmenntaskólans á Akureyri, varð hlutskarpastur í Söngkeppni framhaldsskólanna, sem fór fram á Akureyri í kvöld og var sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Helena Eyjólfsdóttir, sem var formaður dómnefndar keppninnar, sagði að dómnefndarmenn hefðu verið nokkuð sammála um þessa niðurstöðu.
Fjölbrautaskólinn Ármúla varð í 2. sæti en fulltrúar hans voru systkinin Arnar Friðriksson og Ingunn Friðriksdóttir. Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð í þriðja sæti en fyrir þann skóla söng Nanna Bryndís Hilmarsdóttir frumsamið lag. Þá varð Menntaskólinn við Hamrahlíð hlutskarpastur í SMS kosningu sjónvarpsáhorfenda um bestu sviðsframkomuna en fulltrúi skólans var söngflokkurinn Friends 4 life.