Íbúar í miðborg Prag höfuðborg Tékklands höfnuðu styttu af Sigmund Freud í íbúakosningu sem haldin var í gær. Kjósendur vildu frekar að sett yrði upp stytta af geit því torgið sem styttan mun hugsanlega rísa á heitri Kozi Placek eða Geitatorg sem er skammt frá Staromeske námesti, aðaltorgi gamlabæjarins.
AFP fréttastofan skýrir frá því að um 75% þeirra sem kusu höfnuðu áætlunum um að setja upp styttu af Freud en einungis um 6% þeirra 2300 íbúa sem höfðu rétt til að kjósa um styttuna tóku þátt.
Borgarstjórn Prag mun síðan taka endanlega ákvörðun og er ekki bundin af kosningunni.
Freud fæddist í austurhluta Tékklands í bænum Priborborn og flutti síðar til Austurríkis með fjölskyldu sinni. Hann lést í London þar sem hann er grafinn 1939 eftir að hafa flúið nasismann.
Vinir geitarinnar
Íbúakosningin í Prag var haldin eftir að hávær mótmæli bárust vegna styttunnar og félagasamtökin Vinir geitarinnar voru stofnuð. Talsmenn samtakanna staðhæfa að það megi reisa styttu að Freud hvar sem er en styttu af geit sé hvergi hægt að reisa nema á Geitatorgi.
„Ég er viss um að Freud hefur aldrei heyrt talað um Kozi Placek,” sagði kona á sextugsaldri sem tók þátt í kosningunum í gær.
Freud hefur fengið meiri athygli í Tékklandi undanfarin ár og í fyrra opnaði safn í húsinu sem hann fæddist í. Kenningar Freuds voru bannaðar á tímum Nasista og voru heldur ekki í hávegum hafðar á tímum kommúnismans í Tékklandi.