Banvæn símaveira!

Fjöldi Afgana slökkti á farsímum sínum í dag þegar orðrómur fór af stað um hægt væri að smitast af banvænni veiru með því að svara símtölum frá ókunnum númerum.

Abdullah, starfsmaður afganska farsímafyrirtækisins sagði að hundruð símtala hefðu borist þangað í dag frá viðskiptavinum, sem höfðu heyrt þennan orðróm.

„Það er einkennilegur orðrómur á kreiki um að ef maður fær símtal frá ókunnu númeri og ýtir á OK, þá muni blóð fara að renna úr eyrunum og nefinu og maður muni deyja," sagði leigubílstjórinn Mar, sem bætti við að hann væri í þann veginn að slökkva á símanum sínum.

Svipaður orðrómur komst á kreik í Pakistan í síðustu viku.

Zemeri Bashary, talsmaður afganska innanríkisráðuneytisins sagði, að „óvinurinn" væri að reyna að vekja ótta meðal almennings. Sagði hann að þeir sem bæru ábyrgð á þessu yrðu handteknir, ef þeir fyndust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka