Britney: „Er ekki veröldin dásamleg?“

Britney með gemsann sinn á körfuboltaleik um daginn.
Britney með gemsann sinn á körfuboltaleik um daginn. AP

Britney Spears beindi spjótum sínum að fjölmiðlum er hún hæddist að fréttaflutningi um að hún væri barnshafandi á ný. Hún lét vaða þegar hópur blaðamanna og papparassa safnaðist saman fyrir utan veitingastað í Malibu þar sem hún borðaði kvöldmat.

Britney sagði: „Mig langar bara að segja: Er ekki veröldin dásamleg? Hún er það svo sannarlega. Eins og um daginn, þegar ég sá tímarit sem sagði að ég væri ólétt. Og ég fór til mömmu og hún vissi það, því að ég er líka í alvörunni ólétt.“

Svo bætti hún hæðnislega við: „Þið skulið alltaf trúa öllu sem þið lesið, vegna þess að ég er það.“ Britney brást einnig við fréttum um að hún væri farin að drekka aftur eftir meðferðina: „Ég fór og hitti mann á USAToday af því að þeir sögðu að ég væri farin að drekka aftur og það er sko alveg satt.“

Hún bætti við: „Sko, framkvæmdastjórnin mín vissi sko alveg hvað þeir voru að gera þegar þeir sendu mig í meðferð. Algjörlega sko. Er ekki veröldin dásamleg? Það vill enginn segja þetta. Veröldin er dásamleg, ég vil ekki segja neitt fleira.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup