Óttast að Angelina vanræki dóttur sína

Angelina heldur heim á leið með Pax frá Hanoi í …
Angelina heldur heim á leið með Pax frá Hanoi í mars. Reuters

Fregnir herma að Brad Pitt sé miður sín vegna þess hve Angelina Jolie sýni dótturinni Shiloh litla athygli. Óttast vinir þeirra að hún sýni ættleiddu börnunum sínum þrem, sonunum Maddox og Pax og dótturinni Zahara, alla athygli á kostnað Shiloh.

Heimildamaður tjáði tímaritinu Life and Style að Angelina vaggi Shiloh aldrei í svefn og gefi henni aldrei að borða. Það sé Brad sem sinni Shiloh á nóttunni.

Þá herma fregnir að það hafi fengið mjög á Brad þegar Angelina vildi ekki halda á dóttur sinni skömmu eftir að hún kom frá Víetnam með nýættleidda soninn Pax. Sagði Angelina að Shiloh væri „í góðum höndum“ hjá Brad.

„Brad var algjörlega miður sín. Angie skiptir aldrei á Shiloh og heldur aldrei á henni þegar hún grætur. Einu sinni þegar Shiloh grét mikið sagði Angie Brad að þagga niður í henni vegna þess að hún truflaði hin börnin,“ sagði heimildamaðurinn.

Fyrir stuttu var haft eftir Angelinu að hún bæri meiri tilfinningar til ættleiddu barnanna en Shiloh vegna þess að þau hefðu notið minni forréttinda en dóttirin sem hún gekk sjálf með.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir