Tobey Maguire gagnrýnir athyglisjúkar stjörnur

Tobey og Jennifer Meyer.
Tobey og Jennifer Meyer. Reuters

Tobey Maguire, sem leikur Kóngulóarmanninn, segist ekki hafa neina samúð með kvikmyndastjörnum sem sækist eftir því að komast í sviðsljósið en kvarti svo undan ágangi papparassa. „Mér virðist að sumir kalli þetta yfir sig sjálfir - þetta heldur þeim gangandi,“ segir Tobey í viðtali við tímaritið Cosmopolitan.

Hann segist hafa forðast eftir mætti að lenda í sviðsljósinu, en viðurkennir að spennan vegna frumsýningar fyrstu Spiderman myndarinnar hafi komið sér algjörlega í opna skjöldu. Síðan hafi sér tekist að fá að vera að mestu leyti í friði.

Tobey á tvær dætur með unnustu sinni, Jennifer Meyer, og segir að föðurhlutverkið sé það skemmtilegasta sem hann hafi upplifað. Aftur á móti er hann svo eftirsóttur í Hollywood að hjónaleysunum hefur ekki gefist tími til að ákveða giftingardaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir