Vilja Viktoríu í Stjörnudansinn

Viktoría og Davíð í London fyrir skömmu.
Viktoría og Davíð í London fyrir skömmu. Reuters

Viktoríu Beckham hefur verið boðið að taka þátt í sjónvarpsþættinum Stjörnudans (Dancing with the Stars), eftir að þátttaka Heather Mills í þættinum vakti feikna athygli. Haft er eftir heimildamanni sem starfar við gerð þáttanna að velgengni þeirra sé talin stafa að miklu leyti af þátttöku Mills.

„Við viljum endilega frá Viktoríu. Hún er ekki sérlega vinsæl núna, frekar en Heather var. Þess vegna væri upplagt að fá hana. Svo gæti hún líka fengið vini sína Tom Cruise og Jennifer Lopez til að koma og horfa á sig.“

Frá þessu greinir breska blaðið The Sun, og hefur ennfremur eftir vinum Viktoríu að hún hafi verið hrifin af frammistöðu Mills, og telji að þátttaka í Stjörnudansinum gæti bætt ímynd sína vestanhafs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar