Framhaldsmyndasumar í Hollywood

Í Hollywood reiða menn sig á að góð vísa sé aldrei of oft kveðin, og eru nú horfur á að fleiri framhaldsmyndir verði frumsýndar í sumar en nokkru sinni fyrr, að því er fréttastofan AFP segir. Þriðju myndirnar í seríunum Pirates of the Caribbean, Spiderman og Shrek verða allar frumsýndar í næsta mánuði.

Kvikmyndaverin stóru í Hollywood hvika ekki frá þrautreyndum formúlum, og einnig eru væntanlegar framhaldsmyndirnar Die Hard 4, með Bruce Willis, Ocean's 13 með George Clooney og Brad Pitt, að ógleymdum sjálfum Harry Potter.

„Þetta verður svo sannarlega framhaldsmyndasumarið mikla,“ sagði Lew Harris, ristjóri vefjarins movies.com. „Það var einhver sem taldi þetta saman og sagði að það yrðu frumsýndar 14 framhaldsmyndir í sumar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar