Hr. Bean lætur slæma dóma ekki á sig fá

Rowan Atkinson, öðru nafni hr. Bean, sprellar á Bondi ströndinni …
Rowan Atkinson, öðru nafni hr. Bean, sprellar á Bondi ströndinni í Ástralíu. Reuters

Hinn seinheppni hr. Bean er á toppi bíólistans aðra vikuna í röð, en kvikmyndin Mr. Bean's Holiday var mest sótta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina. Íslendingar hafa því greinilega ekki tekið mikið mark á fremur slæmum dómum sem myndin hefur fengið, en hún fékk meðal annars tvær stjörnur hjá Heiðu Jóhannsdóttur, kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins sem sagði að hr. Bean ætti að fara að taka sér alvöru frí. Rúmlega 4.300 manns sáu myndina um helgina, en alls hafa yfir 21.000 manns séð hana hér á landi.

Ný mynd stökk beint í annað sætið, en þar situr spennumyndin Perfect Stranger sem skartar þeim Halle Berry og Bruce Willis í aðalhlutverkum. Tæplega 2.000 manns sáu myndina sem gerist í hátæknivæddum og spilltum heimi voldugra einstaklinga í stjórnmálum og viðskiptum.

1.200 manns létu svo hræða úr sér líftóruna á hrollvekjunni The Messengers sem frumsýnd var á föstudaginn. Myndin fjallar um ungan dreng sem er í góðu sambandi við framliðna.

Loks má nefna nýjustu kvikmynd hins virta leikara og leikstjóra Roberts DeNiro sem nefnist The Good Shepard. Myndin, sem skaust í fimmta sætið, er með þeim Matt Damon, Angelinu Jolie, Alec Baldwin og DeNiro sjálfum í aðalhlutverkum. Myndin fjallar í stuttu máli um víðtæka sögu bandarísku leyniþjónustunnar, en hún fékk þrjár stjörnur í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir