Næstkomandi sunnudagskvöld, þann 22. apríl, mun ungt fólk í SÁÁ halda tónleika til að fagna sumarkomunni. Aðgangur er ókeypis. Tónleikarnir munu fara fram í Von, húsi SÁÁ að Efstaleiti 7 og hefjast kl. 20:30.
Á staðnum verður kaffihús og eru allir velkomnir. Glæsileg skemmtiatriði: Haltu Taktkjafti, Bergþór Smári, Fyndnustu menn Íslands, Freyr Eyjólfsson, Einar Ágúst, Giant Viking Show og kynnir kvöldsins verður Auðunn Blöndal.
Fram kemur í tilkynningu að ngt fólk í SÁÁ sé gríðar öflugur félagsskapur sem standi fyrir uppákomum s.s. skíðaferðum, fjallgöngum, kvikmyndakvöldum, keilu, paintball og öllu því öðru sem félagsmenn langar til að gera saman án áfengis og vímugjafa.