Ungt fólk í SÁÁ fagnar sumarkomunni með tónleikum

Næstkomandi sunnudagskvöld, þann 22. apríl, mun ungt fólk í SÁÁ halda tónleika til að fagna sumarkomunni. Aðgangur er ókeypis. Tónleikarnir munu fara fram í Von, húsi SÁÁ að Efstaleiti 7 og hefjast kl. 20:30.

Á staðnum verður kaffihús og eru allir velkomnir. Glæsileg skemmtiatriði: Haltu Taktkjafti, Bergþór Smári, Fyndnustu menn Íslands, Freyr Eyjólfsson, Einar Ágúst, Giant Viking Show og kynnir kvöldsins verður Auðunn Blöndal.

Fram kemur í tilkynningu að ngt fólk í SÁÁ sé gríðar öflugur félagsskapur sem standi fyrir uppákomum s.s. skíðaferðum, fjallgöngum, kvikmyndakvöldum, keilu, paintball og öllu því öðru sem félagsmenn langar til að gera saman án áfengis og vímugjafa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar