Knúti hótað lífláti

Hvítabjarnarhúnninn Knútur lætur líflátshótanir ekki á sig fá.
Hvítabjarnarhúnninn Knútur lætur líflátshótanir ekki á sig fá. Reuters

Dýragarðurinn í Berlín fékk í morgun símbréf með líflátshótun sem beindist gegn hinum víðfræga hvítabjarnarhúni Knúti. Lögreglan telur fyrir víst að um gabb sé að ræða og ekki verður hætt útivistartíma Knúts í dag.

Knútur viðrar sig tvisvar á dag og dregur hann um 15 þúsund áhorfendur á degi hverjum. Lögreglan mun hafa rannsakað búrið sem Knútur dvelur í og útivistarsvæðið hans en stjórnendur dýragarðsins hafa neitað því sem fram kom í blaðinu Bild að Knútur nyti nú lögregluverndar.

Öryggisverðir dýragarðsins gæta Knúts eins og venjulega. Knútur er með sína eigin blogg-síðu og sjónvarpsþátt og hefur nýlega birst á forsíðu bandaríska tímaritsins Vanity Fair með Leonardo DiCaprio en eins og frægt er orðið kom DiCaprio hingað til lands fyrir sína myndatöku en myndunum var síðan skeytt saman.

Fyrr í vikunni þurfti Knútur að halda sig innan dyra þar sem hann var með vott af flensu og verki vegna þess að hann er að taka tennur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup