Afkastamikil Sigur Rós

Frá tónleikum Sigur Rósar á Klambratúni
Frá tónleikum Sigur Rósar á Klambratúni mbl.is/Eggert

Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar eru byrjaðir að taka upp nýja plötu sem kemur væntanlega út seint á næsta ári. Frá þessu greinir umboðsmaður hljómsveitarinnar, John Best, í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Aðdáendur sveitarinnar þurfa samt ekki að bíða svo lengi, því þeir fá nóg að bíta og brenna á árinu, væntanlegar eru frá Sigur Rós DVD-myndir, geisladiskar, bók í tímaritsformi og ljósmyndabók svo fátt eitt sé nefnt. John segir að skýringin á þessum afköstum sé að tekist hafi að ljúka ýmsum verkefnum sem séu búin að vera á teikniborðinu í talsverðan tíma. Í næsta mánuði tekur hljómsveitin upp nýja skífu með órafmögnuðum útgáfum af lögum, sem hún hefur áður gefið út, í bland við lög sem hafa ekki komið út til þessa. Kvikmynd um ferð Sigur Rósar um Ísland í fyrrasumar verður síðan frumsýnd í haust. Nánar er fjallað ummálið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir