Clooney og Pitt í næstu mynd Coen bræðra

Vinirnir Brad Pitt og George Clooney
Vinirnir Brad Pitt og George Clooney Reuters

Félagarnir George Clooney og Brad Pitt hafa samþykkt að leika í næstu kvikmynd Coen bræðra, sem sögð er bera titilinn ,,Burn after Reading”. Vefsíða danska blaðsins Politiken segir frá þessu.

Lítið hefur verið gefið upp um söguþráð myndarinnar en hún er þó sögð fjalla um leyniþjónustumann sem týnir disklingi með drögum að bók sem hann er að skrifa.

Coen bræður þykja með sérstæðari kvikmyndagerðarmönnum Bandaríkjanna, en myndir þeirra vekja þó jafnan mikla athygli. Hvað þekktastar eru myndirnar Fargo og The Big Lebowski auk myndarinnar O Brother Where Art Thou, en þar lék George Clooney einmitt aðalhlutverkið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir