Madonna að ættleiða á ný?

Madonna, með fóstursyni sínum David Banda, í Malaví.
Madonna, með fóstursyni sínum David Banda, í Malaví. Reuters

Sögur gagna enn fjöllunum hærra um það, meðal þeirra sem fylgjast með fréttum af fræga fólkinu, að söngkonan Madonna hyggist ættleiða annað barn frá Malaví.

Það vakti mikla athygli er Madonna ættleiddi rúmlega eins árs gamlan dreng frá Malaví á síðasta ári og var m.a. harðlega gagnrýnt hvernig staðið var að aðdraganda þess bæði að hálfu söngkonunnar og yfirvalda í landinu.

Madonna er nú í Malavi með drengnum David og tíu ára dóttur sinni Lourdes og eru þau sögð hafa hitt þriggja ára telpu sem söngkonan er sögð íhuga að ættleiða. Telpan heitir Grace og er Madonna fyrst sögð hafa veitt henni athygli er hún horfði á myndbandsupptöku af börnum á munaðarleysingjaheimili sem hún rekur í landinu.

Haft er eftir vinum söngkonunnar að hún hafi mikinn áhuga á að ættleiða annað barn en að hún hafi enn ekki gert endanlega upp hug sinn. Hún hafi þó hitt Grace í um fimmtán mínútur en einnig tíu önnur börn sem komi til greina að hún ættleiði.

Liz Rosenberg, fjölmiðlafulltrúi söngkonunnar, vísar því alfarið á bug að Madonna hyggist ættleiða annað barn að svo stöddu og segir hana einungis vera í Malaví til að fylgjast með uppbyggingu munaðarleysingjaheimila sem hún styrki. Rosenberg neitaði því hins vegar einnig að Madonna hefði í hyggju að ættleiða David nokkrum dögum áður en söngkonan staðfesti það

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup