Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur svarað bréfi föður síns þar sem hann biður fyrrum umboðsmann hennar afsökunar á framkomu hennar í hans garð. Í yfirlýsingu sem fjölmiðlafulltrúi söngkonunnar sendi frá sér vegna málsins segir m.a. “Ég bið fyrir föður mínum. Samband okkar hefur aldrei verið gott. Það er sorglegt að enginn þeirra karlmanna sem verið hafa í lífi mínu hefur verið fær um að þiggja ást raunverulegrar konu. Nú einbeiti ég mér að vinnu minni og lífi.”
Vinir söngkonunnar segja hafa afar reiða yfir því að foreldrar hennar og umboðsmaðurinn Larry Rudolph hafi neytt hana til að fara í áfengis- og fíkniefnameðferð. Engin fíkniefni hafi fundist í blóði hennar er hún var skráð í meðferðina og hún telji sig ekki hafa þurft á henni að halda. Hún hafi hins vegar þjáðst af fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðingar yngri sonar síns og skilnaðar síns frá Kevin Federline. Þá hafi frænka hennar, sem hún var mjög náin látist nýlega og hafi hún rakað af sér hárið til að tjá sorg sína yfir því að hana ekki verið með henni undir það síðasta.