Arsenal hefur ekki gengið sem best á leiktíðinni, en Elísabet drottning hefur samt ekki snúið baki við félaginu, sem hún hefur haldið með í hálfa öld. Móðir hennar var einnig einlægur Arsenal-aðdáandi, að því er breska blaðið The Sun greinir frá.
Blaðið hefur eftir Cesc Fabregas að honum og nokkrum öðrum leikmönnum hafi verið boðið í Buckingham-höll í febrúar sl. og þá hafi drottningin sagt honum að hún héldi með liðinu. Ónafngreindur heimildamaður, sem er háttsettur við bresku hirðina, staðfesti við blaðið að hún styðji Arsenal.