Ólíklegt að prinsessan fái tískunafn

Prinsessan nýfædda ásamt Mary og Friðrik, foreldrum sínum og Kristjáni …
Prinsessan nýfædda ásamt Mary og Friðrik, foreldrum sínum og Kristjáni bróður sínum utan við Fredensborgarhöll þar sem fjölskyldan býr. Reuters

Mikil spenna ríkir nú í Danmörku yfir því hvað litla prinsessan verði látin heita en nýfædd dóttir krónprinshjónanna er fyrsta prinsessan sem fæðist í Danaveldi frá árinu 1946. Veðbankinn Ladbrokes veðjar á að hún verði nefnd Margrét að fyrsta nafni í höfuð ömmu sinnar Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Minnstar líkur telur bankinn hins vegar vera á því að prinsessan verði nefnd Lotte eða Nanna. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Vilji fólk veðja á Lotte- eða Nönnu-nafnið hjá Ladbrokes á það möguleika á að fá þá upphæð sem lögð er undir 101 sinni til baka verði annað hvort þessara nafna fyrir valinu sem fyrsta nafn stúlkubarnsins.

Samkvæmt óformlegri könnun vefjar Jyllands-Posten gera lesendur einnig fastlega ráð fyrir því að eitt af nöfnum stúlkunnar verði Margrét, Ingrid eða Henriette en hefð er fyrir því innan dönsku konungsfjölskyldunnar að fólk beri fjögur skírnarnöfn.

Fáir gera hins vegar ráð fyrir að stúlkan verði nefnd Mathilde eða Sophie þrátt fyrir að þetta séu vinsælustu kvenmannsnöfnin í Danmörku í dag.

Litla prinsessan með foreldrum sínum Friðriki krónprins Danmerkur og Mary …
Litla prinsessan með foreldrum sínum Friðriki krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir