Kim Basinger neitar að hafa lekið upptökum af reiðilestri Alec Baldwin

Alec Baldwin og Kim Basinger á íþróttaleik árið 1999
Alec Baldwin og Kim Basinger á íþróttaleik árið 1999 Reuters

Leikkonan Kim Basinger neitar því að hún hafi lekið upptöku af símsvara sínum þar sem barnsfaðir hennar og fyrrum sambýlismaður, Alec Baldwin, kallar dóttur sína m.a. ruddalegt og tillitslaust svín. Þetta kemur fram á vefsíðu dagblaðsins Washington Post.

Í yfirlýsingu frá lögmanni leikkonunnar segir að hún hafi ekki staðið fyrir því að upptakan var birt en að birtingin hafi hins vegar ekki verið bönnuð samkvæmt dómsúrskurði líkt og haldið hafði verið fram.

Upptakan, þar sem Baldwin úthúðar dóttur sinni fyrir að svara ekki símtali sem samið hafði verið um, hefur vakið mikla athygli. Baldwin og Basinger hafa átt í forræðisdeilu síðan þau skildu fyrir fimm árum. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum og segist vera örvæntingafullur vegna ítrekaðra árangurslausra tilrauna til að eiga samskipti við börn sín.

Lögfræðingur Basinger segir hins vegar að málið snúist ekki um það hvort Baldwin sé meinað að hitta börnin, heldur árásargjarna hegðun hans, líkt og upptakan sýni.

Basinger á yfir höfði sér tólf kærur m.a. vegna vanvirðingar við dómstóla og fyrir að virða að vettugi rétt Baldwin til að heimsækja börnin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir