Veitingahúsið Noma í Kaupmannahöfn, var í gærkvöldi útnefnt 15. besta veitingahús heims, af sérfræðingum breska tímaritsins Restaurant Magazine. Noma fékk nýlega 2 stjörnur í Michelin-bæklingnum þar sem fjallað er um dönsk veitingahús.
Á síðasta ári var Noma í 33. sæti á lista tímaritsins. Besti veitingastaðurinn að mati tímaritsins heitir El Bulli, en hann er að finna á norðausturhluta Spánar.
Þess má geta að Noma er til húsa við Strandgade 89, í húsi sem nefnist Norðurbryggja þar sem íslenska sendiráðið er einnig ásamt sendiskrifstofum Grænlands, Færeyja og Noregs. Nafn staðarins er skammstöfun fyrir Nordisk Mad og hann notar eingöngu hráefni frá Norðurlöndum.