Sendiráð Írans í Ósló vill banna sýningar á „300"

Spartverjarnir í 300 eru ekki árennilegir.
Spartverjarnir í 300 eru ekki árennilegir.

Íranska sendi­ráðið í Ósló hef­ur sent norska menn­ing­ar- og kirkju­málaráðuneyt­inu bréf þar sem beðið er um að kvik­mynd­in „300” verði bönnuð í norsk­um kvik­mynda­hús­um. Seg­ir í bréf­inu að meg­in­til­gang­ur mynd­ar­inn­ar sé að brengla sögu ír­anskr­ar menn­ing­ar og að hún sé án nokk­urs vafa hluti af áróðri á heimsvísu gegn ír­önsku þjóðinni.

Ráðuneytið hef­ur þegar svarað beiðninni og bent á að það hafi ekki leyfi sam­kvæmt lög­um til að banna sýn­ing­ar á kvik­mynd­um, Íran­ar verði að fara með málið fyr­ir dóm­stóla vilji þeir aðhaf­ast frek­ar.

Jon Idd­eng, pró­fess­or í forn­sögu við Ósló­ar­há­skóla er þó sam­mála því að mynd­in gefi ekki rétta mynd af sög­unni. Henni sé stillt upp sem bar­áttu góðra hvítra manna gegn aust­ur­lensku ein­ræðis­valdi og þar sem marg­ir her­menn kvik­mynd­ar­inn­ar úr röðum Persa séu grímu­klædd­ir og líti út fyr­ir að vera heilaþvegn­ir og inn­an­tóm­ir, þá sé ekki erfitt að tengja fram­setn­ing­una við ástand nú­tím­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Félagar sem eru ósammála geta samt framkvæmt frábæra hluti. Hvort sem þú vilt hreyfa þig meira eða bæta matarræðið áttu eftir að vera sáttur við að gera svo.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Félagar sem eru ósammála geta samt framkvæmt frábæra hluti. Hvort sem þú vilt hreyfa þig meira eða bæta matarræðið áttu eftir að vera sáttur við að gera svo.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son