Hugh Grant óskaði börnum ljósmyndara dauða úr krabbameini

Hugh Grant.
Hugh Grant. Reuters

Hugh Grant henti bökuðum baun­um í ljós­mynd­ara í gær og bölvaði börn­un­um hans og sagðist óska þess að þau myndu deyja úr krabba­meini, að því er ljós­mynd­ar­inn full­yrðir. Hef­ur hann kært Grant til lög­regl­unn­ar, sem mun kalla leik­ar­ann til yf­ir­heyrslu vegna máls­ins.

Grant var á göngu skammt frá heim­ili sínu í Vest­ur-London í gær­morg­un um tíu­leytið þegar ljós­mynd­ar­inn, Ian Whitta­ker, bað hann að brosa. „Þetta hlýt­ur að hafa verið slæm­ur dag­ur hjá hon­um því að hann hljóp á eft­ir mér niður göt­una. Hann sparkaði í fæt­urna á mér,“ sagði Whitta­ker.

Síðan hefði Grant hent bakka með bökuðum baun­um í hann og byrjað að sví­v­irða börn­in hans. „Þegar ég sagði hon­um að ég ætti tvö börn hreytti hann út úr sér: Ég vona að þau deyi úr krabba­meini!“

Whitta­ker seg­ir að þetta hafi sér þótt of langt gengið og þess vegna hafi hann farið til lög­regl­unn­ar og lagt fram kæru á hend­ur Grant fyr­ir lík­ams­árás. Lög­regl­an í London staðfest í gær­kvöldi að til­kynnt hefði verið um málið og Grant yrði yf­ir­heyrður vegna þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell