Mel B. nefndi dóttur sína eftir Eddie Murphy

Mel B.
Mel B. Reuters

Nýfædd dóttir bresku söngkonunnar Mel B var skírð í Los Angeles um helgina og fékk nöfnin Angel Iris Murphy Brown. Stúlkan er m.a. nefnd eftir leikaranum Eddie Murphy en Mel B segir hann vera föður barnsins. Murphy hefur dregið það í efa og krafist DNA-rannsóknar til að úrskurða um faðernið.

Mel B, sem heitir réttu nafni Melanie Brown, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún útskýrir nöfn dóttur sinnar. Stúlkan sé m.a. nefnd Iris eftir ömmu sinni, Murphy eftir föður sínum og Brown eftir henni sjálfri.

Í viðtali við tímaritið OK! segir Mel að litla stúlkan líkist báðum foreldrunum. Hún segist aldrei geta borið þungan hug til Eddie Murphy því þau hafi verið hamingjusöm saman.

Þau Mel B og Murphy bjuggu saman um tíma á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar