Indverskur dómstóll gefur út handtökuskipun á Richard Gere

Kossar Richards Geres hafa haft talsverð eftirmál á Indlandi.
Kossar Richards Geres hafa haft talsverð eftirmál á Indlandi. Reuters

Indverskur dómstóll gaf í dag út handtökuskipun á hendur bandaríska leikaranum Richard Gere fyrir að kyssa indversku leikkonuna Shilpa Shetty ítrekað uppi á sviði á samkomu þar sem verið var að hvetja til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu alnæmis.

Samkoman fór fram 15. apríl og vakti framkoma Geres mikla athygli og andúð og jafnvel mótmæli á Indlandi, aðallega af hálfu herskárra hópa Hindúa, sem töldu Gere hafa með þessu ráðist á indverska menningu og niðurlægt Shetty.

Í handtökuskipuninni, sem dómstóll í Jaipur gaf út í dag, segir að Gere hafi gerst sekur um ósiðlega framkomu á almannafæri. Mun lögmaður í borginni hafa lagt fram kæru á hendur leikaranum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar