Snoop Dogg óvelkominn til Ástralíu

Snoop Dogg í Egilshöll um árið
Snoop Dogg í Egilshöll um árið mbl.is

Tónlistarmanninum Cordozar Calvin Broadus Jr, öðru nafni Snoop Dogg, hefur verið meinaður aðgangur að Ástralíu vegna glæpaferils síns. Innflytjendaráðherra landsins tilkynnti um þetta í dag. Dogg átti að koma til Sidney í Ástralíu í dag til að koma fram sem kynnir á MTV-tónlistarhátíðinni, en nú er ljóst að það verður lítið af því.

Kevin Andrews, ráðherra innflytjendamála sagði í útvarpsviðtali að Dogg virtist ekki vera sú manngerð sem æskilegt væri að hafa í landinu.

Dogg hefur hlotið nokkra dóma vegna eiturlyfjanotkunar og fyrir að bera ólögleg vopn. Hann var fyrr í mánuðinu dæmdur til fimm ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar og 800 klukkustunda samfélagsstarfa vegna slíkra brota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan