Ýkjur að Harry Bretaprins hafi hótað að yfirgefa herinn

Harry Bretaprins er þriðji í röðinni til ríkiserfða í Bretlandi
Harry Bretaprins er þriðji í röðinni til ríkiserfða í Bretlandi Reuters

Clarence Hou­se, skrif­stofa Karls Bretaprins, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur að full­yrðing­ar um að Harry Bretaprins muni yf­ir­gefa breska her­inn verði hann ekki send­ur með her­deild sinni til Íraks, séu ýkt­ar. Haft var eft­ir hátt­sett­um heim­ild­ar­manni inn­an hers­ins á Sky sjón­varps­stöðinni að Harry hefði gert yf­ir­mönn­un sín­um grein fyr­ir því að hann myndi ekki sætta sig við að verða lát­inn sitja heima þegar her­deild hans færi til Íraks.

Varn­ar­málaráðuneyti Bret­lands seg­ir málið vera í stöðugri end­ur­skoðun en að full samstaða sé um það á milli hers­ins og hirðar­inn­ar að Harry hljóti ekki sérmeðferð inn­an hers­ins. Þá seg­ir talsmaður ráðuneyt­is­ins að enn standi til að Harry fari til Íraks sem sveitar­for­ingi 12 manna her­deild­ar sem mun fara með vopnað eft­ir­lit í Maysa-héraði.

Há­vær­ar sögu­sagn­ir hafa verið á kreiki um það að und­an­förnu að upp­reisn­ar­menn í Írak áformi að ræna prins­in­um og mynd­um af hon­um hafi verið dreift á meðal upp­reisn­ar­manna til að und­ir­búa ránið á hon­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Kannski færð þú tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Kannski færð þú tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka