Björk gremst stóriðjuframkvæmdir á Íslandi

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Ómar

Langt viðtal birtist við Björk Guðmundsdóttur í breska blaðinu Guardian í dag í tilefni af væntanlegri plötu hennar, Volta. Í viðtalinu fjallar hún m.a. um það sem hafði áhrif á hana við gerð plötunnar og segir að hugsanlega hafi gremja vegna stóriðjuframkvæmda á Íslandi komið þar við sögu og það að vera Íslendingur.

Björk segir að Ísland sé heimaland hennar; hún dvelji þar oft og muni gera það áfram, en sú ímynd, sem það skapi henni að vera Íslendingur, sé flókin. Hún segist hugsanlega hafa verið að gefa yfirlýsingu á fyrstu plötu sinni, Debut: „Að ég gæti verið afar íslensk en jafnframt afar alþjóðleg. Það þarf ekki vera annað hvort," segir hún.

Blaðamaðurinn, Laura Barton, segir að umheimurinn hafi hins vegar litið á Björk sem einskonar furðuveru. Björk segir að sér þyki áhugavert hvernig sú ímynd hafi verið búin til, að Íslendingar trúi á álfa og séu afar barnaleg þjóð. „Og ég er á móti því," segir hún. „Ég sagði aldrei í viðtölum að ég hefði séð álfa, ég hef aldrei séð álfa. Tolkien byggði Hringadróttinssögu á Íslandi og kannski yfirfæra margir enskumælandi menn þá sögu yfir á Ísland."

Hún segir að Ísland sé að breytast. „Nú hafa þeir byggt stærstu stíflu heims á Íslandi og stærsta álverið og á næstu fimm árum ætla þeir að byggja fimm í viðbót. Eftir 5-10 ár verður Ísland, sem áður var stærsta ósnortna víðerni í Evrópu, eins og Frankfurt."

„Mér finnst, að ef Ísland vilji græða fullt af peningum og hafa starfsemi um allan heim þá sé það síðasta, sem það eigi að gera, að eyðileggja náttúruna. Það þarf ekki snilling til að átta sig á því. Og samt var það fyrsta sem Íslendingar gerðu, eftir að þeir fengu sjálfstæði og peninga að segja: Við skulum eyðileggja landið!"

Björk segir síðan, að hugsanlega séu vangaveltur á nýju plötunni um að vera úti á hafinu einnig vangaveltur um þessa hluti. „Og kannski um að vera þreyttur á þjóðernishyggju."

Viðtal Guardian við Björk

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar