Björk gremst stóriðjuframkvæmdir á Íslandi

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Ómar

Langt viðtal birt­ist við Björk Guðmunds­dótt­ur í breska blaðinu Guar­di­an í dag í til­efni af vænt­an­legri plötu henn­ar, Volta. Í viðtal­inu fjall­ar hún m.a. um það sem hafði áhrif á hana við gerð plöt­unn­ar og seg­ir að hugs­an­lega hafi gremja vegna stóriðju­fram­kvæmda á Íslandi komið þar við sögu og það að vera Íslend­ing­ur.

Björk seg­ir að Ísland sé heima­land henn­ar; hún dvelji þar oft og muni gera það áfram, en sú ímynd, sem það skapi henni að vera Íslend­ing­ur, sé flók­in. Hún seg­ist hugs­an­lega hafa verið að gefa yf­ir­lýs­ingu á fyrstu plötu sinni, Debut: „Að ég gæti verið afar ís­lensk en jafn­framt afar alþjóðleg. Það þarf ekki vera annað hvort," seg­ir hún.

Blaðamaður­inn, Laura Bart­on, seg­ir að um­heim­ur­inn hafi hins veg­ar litið á Björk sem einskon­ar furðuveru. Björk seg­ir að sér þyki áhuga­vert hvernig sú ímynd hafi verið búin til, að Íslend­ing­ar trúi á álfa og séu afar barna­leg þjóð. „Og ég er á móti því," seg­ir hún. „Ég sagði aldrei í viðtöl­um að ég hefði séð álfa, ég hef aldrei séð álfa. Tolkien byggði Hringa­drótt­ins­sögu á Íslandi og kannski yf­ir­færa marg­ir ensku­mæl­andi menn þá sögu yfir á Ísland."

Hún seg­ir að Ísland sé að breyt­ast. „Nú hafa þeir byggt stærstu stíflu heims á Íslandi og stærsta ál­verið og á næstu fimm árum ætla þeir að byggja fimm í viðbót. Eft­ir 5-10 ár verður Ísland, sem áður var stærsta ósnortna víðerni í Evr­ópu, eins og Frankfurt."

„Mér finnst, að ef Ísland vilji græða fullt af pen­ing­um og hafa starf­semi um all­an heim þá sé það síðasta, sem það eigi að gera, að eyðileggja nátt­úr­una. Það þarf ekki snill­ing til að átta sig á því. Og samt var það fyrsta sem Íslend­ing­ar gerðu, eft­ir að þeir fengu sjálf­stæði og pen­inga að segja: Við skul­um eyðileggja landið!"

Björk seg­ir síðan, að hugs­an­lega séu vanga­velt­ur á nýju plöt­unni um að vera úti á haf­inu einnig vanga­velt­ur um þessa hluti. „Og kannski um að vera þreytt­ur á þjóðern­is­hyggju."

Viðtal Guar­di­an við Björk

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft að leysa ákveðið mál og það þolir enga bið svo þú verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu öðru. Það er dásamleg tilfinning að hitta einhvern í hjartastað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft að leysa ákveðið mál og það þolir enga bið svo þú verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu öðru. Það er dásamleg tilfinning að hitta einhvern í hjartastað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son