Björk lekur

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert

Fyr­ir mis­gán­ing hjá vef­versl­un­inni iTu­nes í Bretlandi var Volta, vænt­an­leg plata Bjark­ar Guðmunds­dótt­ur, aðgengi­leg þar í nokkra tíma sl. þriðju­dag, en hún á ekki að koma út fyrr en 9. maí næst­kom­andi. Mis­tök­in áttu sér stað þegar mynd­band við fyrstu smá­skíf­una af plöt­unni, „Earth Intru­ders", var frum­sýnt á iTu­nes í til­efni af því að sala hófst á lag­inu.

Óprúttn­ir voru snar­ir í snún­ing­um við að af­rita plöt­una og dreifa á Net­inu, en það ein­tak sem hef­ur farið um sem eld­ur í sinu er gallað því fyrstu fjög­ur lög­in eru skemmd. Ein­hverj­ir hafa reynt að gera við lög­in, en hljómgæði eru með minnsta móti að sögn þeirra sem heyrt hafa. Hægt er að kaupa plöt­una á vef­setr­inu smekk­leysa.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Flokkaðu sjálfan þig með fólki sem þú hefur gaman að. Mundu að sambönd þín við annað fólk spegla það hver þú ert í raun og veru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Flokkaðu sjálfan þig með fólki sem þú hefur gaman að. Mundu að sambönd þín við annað fólk spegla það hver þú ert í raun og veru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar