Björk lekur

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert

Fyrir misgáning hjá vefversluninni iTunes í Bretlandi var Volta, væntanleg plata Bjarkar Guðmundsdóttur, aðgengileg þar í nokkra tíma sl. þriðjudag, en hún á ekki að koma út fyrr en 9. maí næstkomandi. Mistökin áttu sér stað þegar myndband við fyrstu smáskífuna af plötunni, „Earth Intruders", var frumsýnt á iTunes í tilefni af því að sala hófst á laginu.

Óprúttnir voru snarir í snúningum við að afrita plötuna og dreifa á Netinu, en það eintak sem hefur farið um sem eldur í sinu er gallað því fyrstu fjögur lögin eru skemmd. Einhverjir hafa reynt að gera við lögin, en hljómgæði eru með minnsta móti að sögn þeirra sem heyrt hafa. Hægt er að kaupa plötuna á vefsetrinu smekkleysa.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar