Handtökuskipun á hendur Gere vekur hörð viðbrögð

Nokkuð áköf faðmlög Richard Gere og Shilpa Shetty hafa haft …
Nokkuð áköf faðmlög Richard Gere og Shilpa Shetty hafa haft eftirmál á Indlandi. Reuters

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Richard Gere fordæmdi í gærkvöldi að mótmæli lítils hægrisinnaðs hóps á Indlandi hefðu orðið til þess að þarlendur dómari gaf út handtökuskipun á hendur Gere og indversku leikkonunni Shilpa Shetty fyrir að kyssast á almannafæri. Indverskir lögmenn segja að ákvörðun dómarans hafi gert Indland að athlægi.

Dinesh Gupta, dómari, gaf handtökuskipunina út í borginni Jaipur í gær eftir að lögmaður í borginni lagði fram kæru og taldi að kossaflens þeirra Gere og Shetty á samkomu þar sem hvatt var til alnæmisvarna, hefðu verið siðlaus.

„Þetta er afar lítill hægrisinnaður, afar íhaldssamur stjórnmálaflokkur á Indlandi, sem er siðalögregla á Indlandi og gerir svona lagað oft," sagði Gere í sjónvarpsþætti Jons Stewarts í gærkvöldi. Gere sagðist viss um að málið myndi leysast og vissi ekki til að nokkur hefði verið fangelsaður eftir slíka handtökuskipun því dómstólar vísuðu þeim jafnan frá.

Soli Sorabjee, fyrrum dómsmálaráðherra Indlands, sagði við blaðið Times of India að handtökuskipunin væri ástæðulaus og gerði Indland að athlægi. „Dómarar eiga ekki að haga sér eins og siðalögregla talibana," sagði hann.

Annar virtur lögmaður, Dushyant Dave, tók í sama streng og sagði að handtökuskipunin væri lögfræðileg ósiðsemi. Málinu væri aðeins ætlað að vekja uppnám.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir