Hugh Grant beðinn afsökunar á slúðri

Hugh Grant.
Hugh Grant. Reuters

Hugh Grant hefur samið við útgefanda slúðurblaðanna Daily Mail og Mail on Sunday í meiðyrðamáli sem hann höfðaði vegna skrifa um sambandsslit hans og Jimimu Khan, sem hann átti í sambandi við um þriggja ára skeið. Blöðin höfðu haldið því fram að sambandsslit þeirra mætti rekja til daðurs við kvikmyndaframleiðanda og viðbragða leikarans við brúðkaupi fyrrverandi unnustu hans, Elizabeth Hurley. Þetta kemur fram á fréttavef Sky News.

Grant var ekki viðstaddur réttarhöldin, en sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að hann hefði gripið til aðgerða vegna þess að hann hefði verið þreyttur á því að blöðin birtu fréttir af einkalífi hans sem væru úr lausu lofti gripnar.

Simon Smith, lögmaður Grant, segir að staðhæfingarnar hafi ekki verið bornar undir Grant fyrir birtingu þeirra og að sannleikurinn sé sá að ekkert hafi verið hæft í þeim. Útgefandinn, Associatied Newspapers, hefur beðist afsökunar opinberlega, og heitið því að birta fullyrðingarnar ekki aftur. Ekki er vitað hve há skaðabótagreiðslan til Grant er, en útgefandinn mun greiða allan lögfræðikostnað Grant.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka