Rostropovítsj látinn

Mstislav Rostropovítsj.
Mstislav Rostropovítsj. Reuters

ITAR-Tass fréttastofan í Rússlandi segir að sellóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropovítsj sé látinn, áttræður að aldri. Rostropovítsj snéri aftur til Rússlands á síðasta ári eftir að hafa búið lengi í París en hann þjáðist af krabbameini.

Margir álitu að Rostropovítsj væri besti sellóleikari heims eftir að Pablo Casals féll frá. Hann lenti í útistöðum við stjórnvöld í Sovétríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og flúði á endanum með fjölskyldu sína til Parísar árið 1974. Í kjölfarið var hann sviptur sovéskum ríkisborgararétti.

Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn var rifinn niður, mætti hann með sellóið og lék sellósvítur eftir Bach í brakinu. Ári síðar fékk hann sovéskan ríkisborgarétt á ný og heimsótti Rússland og hélt tónleika ásamt sinfóníuhljómsveit Washington.

Þegar harðlínumenn reyndu að steypa Mikhaíl Gorbatsjov af stóli árið 1991 fór Rostropovítsj til Moskvu og tók þátt í mótmælaaðgerðum við rússneska þinghúsið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar