Rostropovítsj látinn

Mstislav Rostropovítsj.
Mstislav Rostropovítsj. Reuters

ITAR-Tass fréttastofan í Rússlandi segir að sellóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropovítsj sé látinn, áttræður að aldri. Rostropovítsj snéri aftur til Rússlands á síðasta ári eftir að hafa búið lengi í París en hann þjáðist af krabbameini.

Margir álitu að Rostropovítsj væri besti sellóleikari heims eftir að Pablo Casals féll frá. Hann lenti í útistöðum við stjórnvöld í Sovétríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og flúði á endanum með fjölskyldu sína til Parísar árið 1974. Í kjölfarið var hann sviptur sovéskum ríkisborgararétti.

Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn var rifinn niður, mætti hann með sellóið og lék sellósvítur eftir Bach í brakinu. Ári síðar fékk hann sovéskan ríkisborgarétt á ný og heimsótti Rússland og hélt tónleika ásamt sinfóníuhljómsveit Washington.

Þegar harðlínumenn reyndu að steypa Mikhaíl Gorbatsjov af stóli árið 1991 fór Rostropovítsj til Moskvu og tók þátt í mótmælaaðgerðum við rússneska þinghúsið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir