Teiknimyndin Anna og skapsveiflurnar vann til verðlauna á alþjóðlegu teiknimyndahátíðinni Cartoons on the Bay á Ítalíu á dögunum. Verðlaunin, sem nefnast Pulcinella, fékk Anna í flokki sjónvarpsmynda.
Að sögn Hilmars Sigurðssonar, hjá Caoz, sem gerir myndina, voru upphaflega sendar 162 myndir inn í keppnina. Af þeim voru svo 40 tilnefndar í 8 flokkum. Anna má því vel við una þrátt fyrir glímuna við erfiða skapgerð.
Það er Björk sem ljáir Önnu rödd sína en sagan er eftir Sjón.