Spánarprinsessa eignast sína aðra dóttur

Felipe Spánarprins ásamt Letizia eiginkonu sinni.
Felipe Spánarprins ásamt Letizia eiginkonu sinni. Reuters

Letizia Spánarprinsessa, eiginkona Felipa de Bourbon Spánarprins, sem er arftaki spænsku krúnunnar, fæddi í dag stúlkubarn. Þetta er annað barn þeirra hjóna. Frá þessu greindu talsmenn spænsku konungsfjölskyldunnar í dag.

Barnið kom í heiminn um 15:30 að íslenskum tíma í Madrid.

Stúlkan verður þriðja í röðinni sem arftaki spænsku krúnunnar, þ.e. á eftir föður sínum og systur.

Letizia, sem 34 ára, og Felipe, sem er fimm árum eldri, gengu í hjónaband árið 2004.

Fjölmargir ljósmyndarar og blaðamenn voru búnir að koma sér fyrir við sjúkrahúsið þegar prinsessan var þangað komin. Barnið var aðeins á undan áætlun en það átti að koma í byrjun maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar