Blindur maður flaug hálfa leið umhverfis hnöttinn

Miles HiltonBarber við komuna til Sydney í morgun.
Miles HiltonBarber við komuna til Sydney í morgun. Reuters

Breskur blindur ævintýramaður lenti fisflugvél í Sydney í Ástralíu í morgun eftir að hafa flogið henni hálfa leið umhverfis hnöttinn, 20 þúsund km leið, en flugferðin hófst í Lundúnum 7. mars. Tilgangur ferðarinnar var að safna fé til aðstoðar blindum í þróunarríkjum.

„Ótrúlegur draumur hefur ræst," sagði Miles Hilton-Barber, 58 ára, þegar hann lenti í Sydney. „Ég er búinn að undirbúa þessa ferð í fjögur ár.

Hilton-Barber nýtur aðstoðar sjáandi aðstoðarflugmanns en stýrir eftir mælitækjum sem búin eru raddgervli.

Hilton-Barber, sem hefur verið blindur í aldarfjórðung, hefur áður unnið ýmis afrek. Hann gekk m.a. yfir Saharaeyðimörkina árið 1999 og hljóp ísmaraþon í Síberíu. Þá hefur hann klifið fjöllin Kilimanjaro og Mount Blanc og ekið kappakstursbíl á 200 km hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir