Rage Against the Machine trylla lýðinn á ný

Zack de la Rocha, söngvari Rage Against the Machine, þrumaði …
Zack de la Rocha, söngvari Rage Against the Machine, þrumaði yfir lýðnum í gærkvöldi eins og honum er einum lagið. Reuters

Rapp-rokkararnir herskáu og pólitísku í hljómsveitinni Rage Against the Machine léku saman á tónleikum í fyrsta sinn í sjö ár á tónlistarhátíð sem fram fór í Kaliforníu um helgina. Skilaboð þeirra hafa ávallt verið skýr, og eru jafnvel enn skýrari í dag: „Berjist við yfirvöld“.

Hljómsveitin hætti á sínum tíma þegar söngvarinn, Zack de la Rocha, ákvað að hefja sóloferil sem hefur ekki skilið mikið eftir sig. Á síðasta áratug náði hún að komast tvisvar í efsta sæti bandaríska hljómplötulistans.

Gríðarleg eftirvænting var eftir tónleikum sveitarinnar á Coachella Valley tónlistar- og listahátíðinni sem fram fór í eyðimerkurbænum Indio í Kaliforníu, sem er í um 190 km austur af Los Angeles.

Um 60.000 manns mættu á hátíðina sem stóð í þrjá daga í miklum hita, en hann fór hæst í 39 °C.

De la Rocha og félagar hans, gítarleikarinn Tom Morello, trymbillinn Brad Wilk og bassaleikarinn Tim Commerford, héldu uppi stuðinu með slögurum á borð við „Killing in the Name“, „Freedom“ og „Guerrilla Radio“.

De la Rocha talaði aðeins einu sinni til fjöldans á milli laga, en þá nýtti hann tækifærið til þess að líkja núverandi Bandaríkjastjórn við stríðsglæpamenn úr röðum nasista. „Það ætti að láta skjóta þá líkt og gera á við alla stríðsglæpamenn.“

Ekki liggur fyrir hvort vænta megi nýrrar plötu frá sveitinni en þeir hyggjast í það minnsta leika á þrennum tónleikum á Rock the Bells hip-hop hátíðinni sem fram fer í júlí og ágúst.

Björk Guðmundsdóttir var á meðal þeirra sem léku fyrir Coachella-hátíðagesti á föstudag þá trylltu gömlu rokkhundarnir í Red Hot Chili Peppers lýðinn á laugardag. Alls tóku 120 hljómsveitir þátt í hátíðinni en tónleikarnir fóru fram á fimm sviðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir