Boy George enn í vondum málum

Boy George var vígalegur að sjá sem götusópari í New …
Boy George var vígalegur að sjá sem götusópari í New York á síðasta ári. Reuters

Blaðið Daily Mail segir, að Boy George, sem er 45 ára, hafi verið handtekinn en síðan látinn laus. Lögreglan rannsakar hins vegar enn ásakanir um mannrán.

Blaðið hefur eftir Norðmanninum, sem er 28 ára, að hann hafi hitt Boy George á spjallsíðu samkynhneigðra og þar hafi hann fengið tilboð um að sitja fyrir á myndum gegn greiðslu.

Norðmaðurinn segir að þegar inn í íbúðina var komið hafi Boy George og annar maður hlekkjað sig fastan við vegg. Boy George hafi síðan tekið fram tösku með svipum og öðrum kynlífsleikföngum og sagt, að nú fengi hann það sem hann ætti skilið.

Norðmaðurinn segist hafa náð að rífa krókana, sem hann var bundinn við, úr veggnum og komast út úr íbúðinni. Hann hringdi síðan á lögreglu úr söluturni þarna nálægt.

Scotland Yard staðfesti við Daily Mail að verið væri að rannsaka meinta frelsissviptingu og karlmaður á fimmtugsaldri hefði verið handtekinn í tengslum við málið.

Boy George var á síðasta ári dæmdur í New York til að inna af hendi samfélagsþjónustu og sópaði götur borgarinnar eftir að hann varð uppvís að því að hafa blekkt lögreglu í borginni og verið með fíkniefni undir höndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan