Keira Knightley segist íhuga að hætta kvikmyndaleik

Kevin McNally og Keira Knightley í gervum sjóræningja.
Kevin McNally og Keira Knightley í gervum sjóræningja.

Leikkonan Keira Knightley segir að hún íhugi að hætta kvikmyndaleik vegna álagsins sem fylgir frægðinni. Þetta segir hún í viðtali sem birt er í nýjasta eintaki tímaritsins Elle. Þá segist leikkonan einkum hafa áhyggjur af því að myndir af henni séu notaðar á vefsíðum sem hvetja til átröskunar.

Knightley segir að frægðinni fylgi ýmist brjálæði og að hún vilji síst að grannar konur líkt og hún séu notaðar til að koma geðsjúkdómi á framfæri. Segist leikkonan ekki geta ímyndað sér að eignast börn eins og staðan sé nú og að eiginlega komi aðeins til greina að flytjast á brott eða hætta kvikmyndaleik alfarið.

„Líklega gerist það, ég er ekki eins áfjáð lengur. Ég tók nýlega ákvörðun um að ég vildi frekar eignast líf.”

Um ljósmyndir af henni í sundfötum, sem birst hafa í tengslum við umfjöllun um átröskun segir hún þær hafa verið teknar rétt eftir afar erfiðar tökur á einni kvikmyndanna um sjóræningja Karíbahafsins. „Ég var undir vatni í blautbúningi undir þungum lífstykkjum og þurfti að berjast við lóð, geturðu gert þér í hugarlund erfiðari líkamsrækt?”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar