Ron Jeremy meðal aðdáenda

Cameron Diaz fylgdist með Björk á Coachella-tónlistarhátíðinni.
Cameron Diaz fylgdist með Björk á Coachella-tónlistarhátíðinni. Reuters

Valdís Þorkelsdóttir er einn tíundi hluti hóps blásara sem ferðast nú um heiminn með Björk Guðmundsdóttur. Valdís párar niður hugrenningar sínar og fréttir frá ferðinni á bloggsíðu sína.

Hópurinn er nú kominn til New York þar sem fyrirhugaðir eru þrennir tónleikar. Í síðustu viku lék hópurinn sem kunnugt er á tónlistarhátíðinni í Coachella-eyðimörkinni.

Valdís segist hafa þekkt leikkonuna Cameron Diaz meðal tónleikagesta en baksviðs beið þeirra einhverju sinni Ron Jeremy. Hann vildi að sögn fá að heilsa upp á hópinn en hafði ekki erindi sem erfiði.

Kelly Osbourne, dóttir eilífðarrokkarans Ozzy, bjargaði svo málunum þegar hún lánaði nokkrum „uppábúnum brasspíum" úr sveitinni hárlakk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup