Var bannað að fara til Kína

Wulfgang.
Wulfgang.

Fyrirhugað tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Wulfgang til Kína varð heldur endasleppt þegar liðsmönnum sveitarinnar var meinaður aðgangur til landsins.

Morgunblaðið náði tali af Örvari Þór Kristjánssyni í London í gær og hann var til í að deila ferðasögunni með lesendum blaðsins.

„Við millilentum í Hollandi á leið okkar frá London til Kína. Þegar við vorum einfaldlega á leiðinni um borð í vélina komumst við að því að við höfðum ekki tilskilin atvinnuleyfi í Kína," segir Örvar.

„Þeir sem stóðu fyrir tónleikunum sem við áttum að spila á ætluðu að reyna að smygla okkur inn í landið sem túristum til þess að sleppa við að borga einhver gjöld. Planið þeirra komst svo einhvern veginn upp sem varð til þess að við vorum stöðvaðir."

Örvar segir þá hljómsveitarmeðlimi hafa verið grunlausa um leyfisleysið og staðið í þeirri trú að allt væri frágengið varðandi förina.

„Þegar þetta kom upp var orðið allt of seint að reyna að redda tilskildum leyfum í tíma svo við urðum að gista í Amsterdam," segir Örvar en bætir við að gisting hafi ekki verið auðfundin þar „því þar var einhver dagur drottningarinnar og öll gistiheimili full".

Þeir fengu þó inni hjá landa sínum og deginum eftir var svo eytt í Kínverska sendiráðinu í Haag til að reyna að bjarga málunum. Úr því varð þó ekki svo Wulfgang-liðar settu stefnuna aftur á London þar sem fyrirhugaðir eru tvennir tónleikar.

„Það var einhver hér sem þekkti mann sem þekkti mann svo við gátum fengið að spila. Við verðum sérstakir gestir á Battle of the Bands hér í kvöld [í gærkvöldi]," segir Örvar.

„Þetta var ömurlegt en það eru allir orðnir hressir núna og við reynum bara að gera það besta úr þessu."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar