Fangelsisvistar krafist yfir Paris Hilton

Paris Hilton er einkum þekkt fyrir frægð sína, klaufaskap og …
Paris Hilton er einkum þekkt fyrir frægð sína, klaufaskap og dómgreindarleysi Reuters

Saksóknari í máli hins opinbera gegn Paris Hilton telur 45 daga fangelsisvist hæfilega refsingu vegna skilorðsbrots hennar, en Hilton kemur fyrir rétt á morgun. Þá vill saksóknarinn að henni verði gert að láta áfengið eiga sig í 90 daga, og að hún beri tæki sem fylgist með því að hún standi við bannið.

Hilton var í janúar sl. dæmd í 36 mánaða skilorðsbundið fangelsi, sekt og námskeið um hættur áfengis, í kjölfar þess að hún var tekin við akstur undir áhrifum áfengis í september sl.

Hún var svo stöðvuð um miðjan janúar sl. og var þá áminnt fyrir að aka án ökuleyfis, þegar hún var svo tekin í þriðja skiptið í febrúar sl. fyrir of hraðan akstur og fyrir að aka ljóslaus var hún ákærð fyrir að hafa rofið skilorð.

Saksóknaraembættið segir að þrátt fyrir að Hilton segist ekki hafa vitað að hún væri ökuréttindalaus þá hafi hún undirritað skjal á sínum tíma þar sem fram var tekið að hún mætti ekki aka. Þá hefur Hilton enn ekki mætt á áður nefnt námskeið um hættur áfengis, og krefst saksóknarinn því fangelsisvistar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir