Geitabrúðurin öll

Rósa, þekktasta geitin í Súdan, er farin á vit áa sinna, að því er kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Um er að ræða geit, sem komst í fréttirnar á síðasta þegar eigandi hennar var neyddur til að „giftast" henni.

BBC skýrði frá því í febrúar á síðasta ári, að eigandi geitarinnar hafi verið staðinn að því að eiga við hana mök. Öldungar í þorpinu ákváðu að veita eigandanum ráðningu og neyddu hann til að giftast geitinni.

Frétt, sem birtist á sínum tíma á fréttavef BBC, vakti mikla athygli og BBC segir að hún sé enn að birtast á ýmsum vefjum víða um heim og á spjallsíðum. Hefur hún verið opnuð milljón sinnum á vef BBC og leit með Google leiðir í ljós, að fréttina er að finna í ýmsum útgáfum á um milljón öðrum vefsíðum.

Samfélagið í suðurhluta Súdan er afar íhaldssamt. Ef karlmaður verður uppvís að því að sofa hjá stúlku er honum skipað að giftast henni strax til að vernda heiður stúlkunnar og fjölskyldu hennar. Þessi siðfræði lá að baki refsingunni, sem geitareigandinn hlaut. Öldungarnir skipuðu manninum einnig að greiða geitinni heimanmund, jafnvirði 6000 króna.

BBC segir að banamein Rósu sé talið vera, að hún hafi kafnað eftir að hafa gleypt plastpoka þegar hún var að gæða sér á rusli á götum bæjarins Juba.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar