Garðar Thor ber dýran kross

Garðar Thor vakti athygli breskra fjölmiðla fyrir kross sem Dorritt …
Garðar Thor vakti athygli breskra fjölmiðla fyrir kross sem Dorritt Moussaieff hannaði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Camilla hertogynjan af Cornwall mætti í gær á afhendingu bresku tónlistarverðlaunanna Classical Brit Awards þar sem veitt eru verðlaun fyrir afrek í sígildri tónlist. Breska dagblaðið Daily Express sagði að þótt hertogynjan hefði verið glæsileg hefði hún fölnað við hlið tveggja óperusöngvara, þeirra Katherine Jenkins og Garðars Thor Cortes.

Jenkins mætti á rauða dregilinn fyrir utan Royal Albert Hall í London í glansandi svörtum hestvagni og klæddist hún fallegum skósíðum silkikjól og skýrði Daily Express frá því að hún hefði skrýðst svissneskum eðalsteinum að andvirði tæplega 200 milljóna króna.

Blaðið nefndi aðra stjörnu sem hefði skrýðst eðalsteinum en það var Garðar Thór sem var með demantskross um hálsinn sem blaðið staðhæfði að kostaði um 254 milljónir króna. Krossinn var hannaður af íslensku forsetafrúnni, Dorrit Moussaieff.

„Það er mikill heiður að fá að ganga með þennan kross. Hann er rándýr,” sagði Garðar Thor við blaðið.

Jenkins söng á hátíðinni og auk hennar spiluðu bæði Sting og lútuleikarinn Edin Karamazov og kórinn All Angels sem og fiðluleikarinn Joshua Bell.

Efst á lista yfir þá sem hlutu verðlaun var Sir Paul McCartney sem hlaut verðlaun fyrir bestu plötuna fyrir Ecce Cor Meum með sígildri tónlist eftir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson