Garðar Thor ber dýran kross

Garðar Thor vakti athygli breskra fjölmiðla fyrir kross sem Dorritt …
Garðar Thor vakti athygli breskra fjölmiðla fyrir kross sem Dorritt Moussaieff hannaði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Camilla her­togynj­an af Cornwall mætti í gær á af­hend­ingu bresku tón­list­ar­verðlaun­anna Classical Brit Aw­ards þar sem veitt eru verðlaun fyr­ir af­rek í sí­gildri tónlist. Breska dag­blaðið Daily Express sagði að þótt her­togynj­an hefði verið glæsi­leg hefði hún fölnað við hlið tveggja óperu­söngv­ara, þeirra Kat­her­ine Jenk­ins og Garðars Thor Cortes.

Jenk­ins mætti á rauða dreg­il­inn fyr­ir utan Royal Al­bert Hall í London í glans­andi svört­um hest­vagni og klædd­ist hún fal­leg­um skósíðum silkikjól og skýrði Daily Express frá því að hún hefði skrýðst sviss­nesk­um eðal­stein­um að and­virði tæp­lega 200 millj­óna króna.

Blaðið nefndi aðra stjörnu sem hefði skrýðst eðal­stein­um en það var Garðar Thór sem var með dem­ant­skross um háls­inn sem blaðið staðhæfði að kostaði um 254 millj­ón­ir króna. Kross­inn var hannaður af ís­lensku for­setafrúnni, Dor­rit Moussai­eff.

„Það er mik­ill heiður að fá að ganga með þenn­an kross. Hann er rán­dýr,” sagði Garðar Thor við blaðið.

Jenk­ins söng á hátíðinni og auk henn­ar spiluðu bæði Sting og lútu­leik­ar­inn Edin Karamazov og kór­inn All Ang­els sem og fiðluleik­ar­inn Jos­hua Bell.

Efst á lista yfir þá sem hlutu verðlaun var Sir Paul McCart­ney sem hlaut verðlaun fyr­ir bestu plöt­una fyr­ir Ecce Cor Meum með sí­gildri tónlist eft­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir