Timberlake vill hætta í poppinu

Justin Timberlake.
Justin Timberlake. AP

Justin Timberlake langar að hætta í poppinu og snúa sér að sveita- og sálartónlist.

Timberlake er orðinn 26 ára og segist vera orðinn þreyttur á sviðsljósinu. Hann ætlar því að hverfa aftur til æskuslóðanna í Tennessee og kynna sér aðrar tónlistarstefnur en hann hefur fengist við hingað til. „Ég hef verið mikið í sviðsljósinu og mér finnst ég ekki þurfa meira af því í bili. Mig langar bæði að semja sveita- og sálartónlist því ég ólst upp í Tennessee," sagði söngvarinn í samtali við USA Today. Hann hefur nú þegar samið tónlist fyrir listamenn á borð við Macy Gray og Rihanna og langar að gera meira af því að semja fyrir aðra.

„Stundum finnst mér að eina leiðin til þess að tjá mig almennilega sé í gegnum aðra. Ég verð að fá smáhvíld áður en ég fer að semja fyrir sjálfan mig að nýju. Ég get ekki framleitt 20 lög í viðbót eins og ekkert sé, og búist við því að þau séu eins og „What Goes Around"," bætti Timberlake við, en hann hefur að undanförnu reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu.

Hann hefur nú þegar leikið í Alpha Dog og Black Snake Moan, auk þess sem hann talaði inn á teiknimyndina „Shrek the Third".

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir