Í vikunni var skrifað undir útgáfusamning Jakobínurínu við Regal/Parlophone, sem er í eigu EMI útgáfurisans, um útgáfu á fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem kemur út í september næstkomandi. Platan, sem mun heita The First Crusade, kemur út hér á landi og á hinum Norðurlandanna á vegum 12 Tóna.
„Við munum síðan gefa The First Crusade út hér heima og næstu plötu líka, og eins sjáum við um útgáfu á plötunni á hinum Norðurlöndunum, en frekara samstarf á því sviði er árangurstengt," segir Lárus og bætir við að smáskífa með lögunum "Jesus" og „Filipino girl" komi út í takmörkuðu upplagi 21. maí næstkomandi í Bretlandi. Hljómsveitin hefur áður gefið út smáskífu ytra, „His Lyrics are Disastrous" kom út á vegum Rough Trade síðastliðið haust, en Lárus segir að ekki hafi þótt fýsilegt að hafa það samstarf lengra.