Köngulóarmaðurinn setti nýtt aðsóknarmet

Köngulóarmaðurinn og Sandmaðurinn slást í nýjustu kvikmyndinni.
Köngulóarmaðurinn og Sandmaðurinn slást í nýjustu kvikmyndinni.

Þriðja myndin um Köngulóarmanninn setti nýtt aðsóknarmet í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina en tekjur af sýningu myndarinnar námu 148 milljónum dala, jafnvirði nærri 9,5 milljarða króna, á fyrstu þremur sýningardögunum. Fyrra metið var sett sl. sumar þegar tekjur af sýningu sjóræningjamyndarinnar Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest, námu 135,6 milljónum dala um frumsýningarhelgina.

Köngulóarmaðurinn sló einnig tekjumetið á fyrsta sýningardegi en þá námu tekjur af sýningu myndarinnar 59,3 milljónum dala. Utan Bandaríkjanna nema tekur af sýningu myndarinnar 227 milljónum dala, jafnvirði 14,5 milljörðum króna. Hagnaður af myndinni nemur því þegar 117 milljónum dala en kostnaður við gerð hennar nam 258 milljónum dala, jafnvirði 16,5 milljörðum króna.

Sam Raimi leikstýrir myndinni eins og tveimur fyrri myndunum um Köngulóarmanninn og þau Tobey Maguire og Kirsten Dunst leika að venju aðalhlutverkin.

Spennumyndin Disturbia, sem var í 1. sæti síðustu þrjár helgar, fór niður í annað sæti á aðsóknarlistanum en tekjur af myndinni nema samtals 59 milljónum dala. Lucky You, rómantísk mynd sem frumsýnd var um helgina með Drew Barrymore, Eric Bana og Robert Duvall í aðalhlutverkum, fór beint í 6. sætið.

Listinn yfir vinsælustu myndirnar um helgina er eftirfarandi:

  1. Spider-Man 3
  2. Disturbia
  3. Fracture
  4. The Invisible
  5. Next
  6. Lucky You
  7. "Meet the Robinsons
  8. Blades of Glory
  9. Hot Fuzz
  10. Are We Done Yet?.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir