Samfarir heimilar á salerninu

Pete Wentz.
Pete Wentz. Reuters

Pete Wentz, bassa­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar Fall Out Boy´s og kær­asti Ashlee Simp­son, ætl­ar ásamt fé­lög­um sín­um að opna bar í New York þar sem gest­um verður heim­ilt að hafa sam­far­ir á sal­ern­inu. Wentz seg­ir að hug­mynd­in hafi verið að opna „búllu fyr­ir aum­ingja.“

Bar­inn heit­ir Ang­els and Kings og er í East Villa­ge. „Þetta verður hálf­gerð búlla. Okk­ur vant­ar svo­leiðis. Loks­ins verður ein­hver staður fyr­ir alla aum­ingj­ana sem við þekkj­um!“ seg­ir Wentz.

Meðeig­end­ur hans verða Tra­vis McCoy, söngv­ari Gym Class Heroes, og Jam­i­son Er­nest, hönnuður fatalín­unn­ar Yellow Fever.

„Við erum bún­ir að fá al­veg nóg af til­gerðarleg­um klúbb­um sem hleypa eng­um inn nema út­völd­um gest­um og svo þegar maður loks­ins kemst inn finnst manni all­ir svo góðir með sig,“ seg­ir Wentz. „Okk­ur lang­ar bara í ein­hvern stað þar sem við get­um hagað okk­ur eins og við erum van­ir. Mig lang­ar að vera bara eins og aðrir og drekka regn­hlíf­ar­kokteila.“

Er­nest bætti við: „Þetta verður staður þar sem all­ir geta farið á kló­settið og haft sam­far­ir án þess að lenda í vand­ræðum.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og finnst allt sem þú gerir þurfi að vera meira og betra en hjá öðrum. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og finnst allt sem þú gerir þurfi að vera meira og betra en hjá öðrum. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason