Samfarir heimilar á salerninu

Pete Wentz.
Pete Wentz. Reuters

Pete Wentz, bassaleikari hljómsveitarinnar Fall Out Boy´s og kærasti Ashlee Simpson, ætlar ásamt félögum sínum að opna bar í New York þar sem gestum verður heimilt að hafa samfarir á salerninu. Wentz segir að hugmyndin hafi verið að opna „búllu fyrir aumingja.“

Barinn heitir Angels and Kings og er í East Village. „Þetta verður hálfgerð búlla. Okkur vantar svoleiðis. Loksins verður einhver staður fyrir alla aumingjana sem við þekkjum!“ segir Wentz.

Meðeigendur hans verða Travis McCoy, söngvari Gym Class Heroes, og Jamison Ernest, hönnuður fatalínunnar Yellow Fever.

„Við erum búnir að fá alveg nóg af tilgerðarlegum klúbbum sem hleypa engum inn nema útvöldum gestum og svo þegar maður loksins kemst inn finnst manni allir svo góðir með sig,“ segir Wentz. „Okkur langar bara í einhvern stað þar sem við getum hagað okkur eins og við erum vanir. Mig langar að vera bara eins og aðrir og drekka regnhlífarkokteila.“

Ernest bætti við: „Þetta verður staður þar sem allir geta farið á klósettið og haft samfarir án þess að lenda í vandræðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar