Angelina vinnur bara dagvinnu

Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie.
Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie. Reuters

Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie mun einungis vinna við upptökur nýrrar kvikmyndar sinnar Wanted á dagvinnutíma þar sem hún vill halda stöðugleika í fjölskyldulífi sínu.

„Angelina fór fram á það við okkur að fá að vinna einungis að kvikmyndinni á dagvinnutíma. Hún lagði áherslu á það hversu mikilvægt væri fyrir hana að vera með Brad og börnunum á kvöldin og að hún vildi ekki rugla dagskipulagi þeirra,” segir einn af aðstandendum myndarinnar í viðtali við bandaríska tímaritið Us Weekly. „Það var að sjálfsögðu fallist á kröfur hennar þannig að það er einungis gert ráð fyrir henni í kvikmyndatökur á daginn.”

Jolie og sambýlismaður hennar Brad Pitt eiga fjögur börn: Maddox, Zahara, Shiloh Nouvel og Pax Thien.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup