Dimmu Borgir vilja halda tónleika í Dimmuborgum

Dimmu Borgir.
Dimmu Borgir.

Norska dauðarokksveitin Dimmu Borgir nýtur töluverðra vinsælda og virðingar meðal áhugamanna um þessa tegund tónlistar og nýjasta plata sveitarinnar, In Sorte Diaboli, hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og rokselst nú beggja vegna Atlantshafsins. Í viðtali við tónlistarvefinn Blabbermouth.com segir einn í hljómsveitinni, að hún vilji gjarnan koma til Íslands enda sé nafnið á sveitinni ættað þaðan.

Bassaleikarinn Vortex er spurður að því hvort sveitinni langi til að spila á einhverjum stað sem hún hafi ekki komið til. „Já, á Íslandi," svarar hann. „Þaðan er nafnið Dimmu Borgir upprunnið, frá hraunmyndunum þar sem þjóðsögur segja, að einn af inngöngunum til vítis sé. Það væri gaman að halda tónleika þar."

Viðtalið við Vortex

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka