Doherty í klandri á ný

Doherty er ekki beinlínis heilbrigðið uppmálað
Doherty er ekki beinlínis heilbrigðið uppmálað Reuters

Tónlistarmaðurinn og fyrirsætuunnustinn Pete Doherty var á laugardag handtekinn enn eina ferðina, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Lögregla stöðvaði bifreið sem Doherty ferðaðist með í vesturhluta Lundúna seint á laugardagskvöld, og var færður á lögreglustöð í kjölfarið. Þetta kemur fram á fréttavef NME.

Doherty er þekktur tónlistarmaður, vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Libertines, en hefur einnig getið sér gott orð með hljómsveit sinni, The Babyshambles. Hann hefur þó einkum vakið athygli undanfarin misseri fyrir glímu sína við eiturlyfjafíkn og stormasamt samband við fyrirsætuna Kate Moss.

Doherty er á skilorði, en hann hefur fengið nokkra dóma vegna fíkniefnamisfelis. Þegar hann kom síðast fyrir dómara fyrr á þessu ári var honum þó hrósað sérstaklega fyrir frammistöðu sína í baráttunni við fíkniefnadjöfulinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar